March 10, 2022

Ölverk ávaxtasalat

Ölverk ávaxtasalat ( fyrir fjóra )

 

Hér er á ferðinni hin fullkomni ábætisréttur.

Dressing
50 ml - Sesamolía
50 ml - Hrísgrjónaedik
150 ml - Hlynsíróp
2 msk - Gosi Hot Sauce
20 gr - Sesamfræ
2 gr - Salt

Blandið ofangreindum atriðum saman í skál og þeytið létt saman.

Ávextir
570 gr - Ananas
250 gr - Mangó
300 gr - Kiwi
250 gr - Jarðarber
2 gulir Bananar

Flysið ávextina og skerið niður í smábita. Blandið ávöxtunum saman við dressinguna. 


Tilbreytni ( skraut yfir skálina )
2 msk - Kókosflögur
1 tsk - Sesam fræ
6 myntulauf
Reglur
Munið alltaf eftir því að þvo ykkur um hendur, áður en eldhússtörfin hefjast.