Pizza & Brewery
The motivation behind Ölverk lies in our passion for premium wood fired pizza and fine Icelandic craft beer.
Ölverk's own unique in house brewery is powered by geothermal energy.
A truly local experience!
Ölverk Pizza & Brewery opened in the spring of 2017 in the town of Hveragerði. The town of Hveragerði has over 3000 residents and is located at the heart of the famous Golden Circle and only a half hour drive from Reykjavik.
Ölverk is family business and the motivation behind Ölverk lies in our passion for premium wood fired pizza and fine craft beer.
Our reputation for excellent high-quality craft beer has spread widely since opening, almost five years ago.
Our Latest News & Posts
Bjórhátíð Ölverk 6. - 7. október 2023 // Beerfestival in Iceland
Ölverk brugghús kynnir bjórhátíð sem enginn sannur bjór-, matar-, og drykkjarsælkeri ætti að láta framhjá sér fara!
Bjórhátíðin mun fara fram helgina 6. til 7. október í alvöru ylræktar gróðurhúsi sem staðsett er miðsvæðis í Hveragerði en miðasala mun hefjast fimmtudaginn 27. júlí kl 12:00 inn á tix.is
Sjá staðfesta framleiðendur hér fyrir neðan en þessi listi er ekki tæmandi og mun uppfærast reglulega fram að sjálfri bjórhátíðarhelginni:
- Bjórsetrið ( Hólar í Hjaltadal )
- Álfur brugghús ( Garðabær )
- The Brothers Brewery ( Vestmannaeyjar )
- Agla gosgerð ( Reykjavík )
- Galdur brugghús ( Hólmavík )
- Borg brugghús ( Reykjavík )
- RVK Brewing Co. ( Reykjavík )
- Jökla ( Reykjavík )
- Brennivín ( Reykjavík )
- Bruggsmiðjan Kaldi ( Árskógssandur )
- Ölverk brugghús ( Hveragerði )
- Mjólkursamsalan ( Selfoss / Reykjavík )
- Litla Brugghúsið ( Garður )
- Smiðjan brugghús ( Vík í Mýrdal )
- Lady Brewery ( Reykjavík )
- Austri brugghús ( Egilsstaðir )
- Mói brugghús ( Garðabær )
- Malbygg brugghús ( Reykjavík )
- Kjörís ( Hveragerði )
- Gæðingur brugghús ( Kópavogur )
- Ægir brugghús ( Reykjavík )
- Segull 67 ( Siglufjörður )
- Böl Brewing ( Reykjavík )
- Hella Bjór ( Hellu )
- 6a Kraftöl ( Akureyri )
- Víking brugghús ( Akureyri )
- Grugg & Makk ( Reykjavík )
- Könglar ( Hallormsstaður )
- Mývatn Öl ( Mývatn )
- Dokkan Brugghús (Ísafjörður)
- Kombucha Iceland ( Reykjavík )
- Reykjavík distillery ( Reykjavík )
- Urban Farm Fermentory ( Portland / US )
- Icelandic Glacial Water ( Ölfus )
Dagskrá
Föstudagurinn 6. október
17:00 - 20:00 - Bjórhátíðarstemning og smakk frá framleiðendum
20:30 - 21:00+ Tónlistaratriði Emmsjé Gauti
21:30 - 01:00 Gullfoss og Geysir - danspartý
Laugardagurinn 7. október
16:00 - 20:00 - Bjórhátíðarstemning og smakk frá framleiðendum
18:00 - 20:30 DJ Atli Kanill
20:30 - 21:00+ Tónlistaratriði PRETTYBOITJOKKO
21:30 - 01:00 Danspartý með FM Belfast (DJ)
----- Aðrar hagnýtar upplýsingar -----
Staðsetning
Ölverk bjórhátíðin fer fram í gömlu, heitu ylræktargróðurhúsi fyrir aftan Ölverk pizza & brugghús, eða nánar tiltekið í Þelamörk 29 - Hveragerði.
Miðaverð
Helgararmband 13.900,-
Föstudagsarmband 8500,- ( takmarkað magn í boði )
Laugardagsarmband 8500,- ( takmarkað magn í boði )
Innifalið í miðaverði
Sérmerkt armband á einstaka bjór,- og tónlistarhátíð, afnot af sérmerktu Ölverk glasi, smakk á vörum frá hinum ýmsu framleiðendum, tækifæri til þess að þess að eiga skemmtilegt samtal við fólkið á bakvið vörumerkin, sérvalin tónlistaratriði og DJ danspartý.
Athugið smakkglösunum skal skila við útgang bjórhátíðarsvæðisins en hægt er að kaupa glasið fyrir 500,-.
Afhending armbanda
Fimmtudaginn 5. október verður á milli 18:00-21:00 hægt að nálgast armbönd gegn framvísun miða / kóða á Ölverk Pizza & Brugghúsi í Hveragerði.
Sjálfa bjórhátíðarhelgina, föstudaginn 6. október og laugardaginn 7. október, mun afhending armbanda fara fram við hátíðarsvæðið eða inn á veitingarstað Ölverk.
Aldurstakmark
20 ára aldurstakmark er á bjórhátíðina ( hafið skilríki meðferðis )
Gisting
Hægt er að skoða úrval gististað hér í Hveragerði inn á heimasíðu Ferðamálasamtaka Hvergerðisbæjar ( https://www.visithveragerdi.is/gisting-1 ) en einnig er að finna aðra gistikosti eins og Airbnb húsnæði, hostel, og sumarbústaði í Hveragerði, Ölfusi sem og á Selfossi.
Samgöngur
Allar upplýsingar um Strætóferðir til og frá Hveragerði er að finna inn á www.straeto.is
Bílastæði
Nóg er af bílastæðum á malarplaninu á móti bjórhátíðarsvæðinu.
Veitingasala
Veitingasala verður á bjórhátíðarsvæðinu alla helgina en einnig verður opið á veitingarstað Ölverk samkvæmt opnunartíma (eldhúsið hættir að við pöntunum kl 21:00).
Nánari upplýsingar
Spurningar og fyrirspurnir sendist á olverk@olverk.is