Our beers
Eilífur
Pilsner - German
Eilífur í Hveragerði er eftirlæti ferðamanna, sannkallaður goshver fólksins, enda gýs hann nokkuð reglulega með góðri hjálp. Þess vegna var vel við hæfi að nefna þennan frískandi pilsner eftir honum.
Hann er fallega gylltur og lykt af blómlegum ávaxtatónum læðist í gegnum maltið. Bragðið myndar svo fullkomið jafnvægi milli sætu og beiskju. Já, hér má svo sannarlega finna eitthvað fyrir alla.
Rauðihver
Red Ale
Rauðihver á Hveravöllum er stór, leirblandaður hver sem skvettir úr sér litlum gusum annað slagið, bara rétt til þess að minna á sig. Hann er fyrirmynd þessa bragðmikla og margslungna rauðöls, sem blandar mjúkum karmellutónum saman við léttristaðan keim af malti.
Svona á rauðöl alltaf að vera.
Rótandi
IPA
Rótandi á Hveravöllum er ungur að árum. Á botni hans rótast grófur sandur til og frá, sem gerir hverinn fallega skýjaðann. Það á hann sameiginlegt með þessum framsækna og sólríka IPA, sem ilmar af sítrus og suðrænum ávöxtum.
Humlarnir leika við bragðlaukana og veita fullkomið mótvægi við léttleikann, sem gæðir þennan frísklega og áhugaverða bjór óviðjafnanlegum persónutöfrum.
Grænihver
´Skyr´ Sour Beer
Grænihver á Hveravöllum er nefndur eftir ljósgrænum lit vatnsins sem sést þegar horft er beint ofan í hverinn. Litinn á hann sameiginlegan með þessum ljósa, bragðgóða bjór, sem tekst að vera bæði sætur og súr á sama tíma.
Hann er ekki ósvipaður grænum frostpinna, en við laumuðum einmitt lítilræði af þessum frægasta frostpinna Hveragerðis í uppskriftina, ásamt skvettu af skyri.
Litlihver
Lightbeer - mild dark
Litlihver kraumar í makindum sínum á botni Brúarár í Biskupstungum og lætur lítið á sér bera. Hann var innblásturinn að þessu dökka en bragðmikla léttöli, sem bruggað er í hinum svokallaða „dark mild“ stíl.
Bjórinn lumar á á ristuðum karmellutónum og smá vanillu í nefi, léttur en bragðmikill. Sannkallaður bruggarabjór fyrir þá sem vilja síður skilja bílinn eftir.
Grýla ( Seasonal )
Winter Ale // Released in November 2020 and 2021.
Goshverinn Grýla í Hveragerði og samnefnd skessa eiga það sameiginlegt að hafa mildast töluvert með árunum. Þessi notalegi hátíðarbjór er til heiðurs þeim báðum.
Hann er rafgullinn og ilmar af malti, kanil, furu og appelsínu. Bragðið er margslungið og kryddað dökkri karamellu. En þó að Grýla búi í köldum helli er betra að leyfa henni að ylja sér aðeins áður en hún er drukkin.
Merry Christmas!
Kátur ( Seasonal )
Pastry Cream Ale // Released in February 2021
Goshverinn Kátur á Hrafntinnuskeri ber nafn sitt vegna þess að hann gýs nánast viðstöðulaust. Þess vegna nefndum við páskabjórinn okkar í höfuðið á honum, enda er hann endalaus uppspretta gleði.
Kátur er ljós ,,pastry cream ale", þar sem kakóbaunahýði frá Madagaskar og kókosflögur koma saman og gæða bjórinn ávaxtaríkum súkkulaðikeim.
Gleðilega páska or Happy Easter!
Cuexcomate ( Seasonal )
Summer Saison // Released in June 2021.
Cuexcomate er óvirkur goshver í Mexíkó sem myndaðist fyrir um þúsund árum. Fíkjukaktusar umlykja hann og eru þeir mikið notaðir í matargerð á svæðinu. Minna hefur borið á því hér Fróni en nú ríðum við á vaðið.
Cuexcomate er sannkölluð sumarsprengja - margslunginn bjór í "table saison" stíl, með keim af melónu og rauðum berjum.
Sóði ( Seasonal )
Belgian Pale Ale // Released in January´22.
Sóði er sprækur goshver í Haukadal og dregur nafn sitt af grútskítugu vatninu sem hann spúði í sínu fyrsta gosi, í kringum 1940.
Þorrabjórinn okkar er líka gruggugur, þó hann sé að vísu bruggaður með tandurhreinu vatni. Sóði er belgískur ,,pale ale", rafgylltur að lit, með sætu maltbragði, ávaxtatónum og örlítilli beiskju. Hann er fullkominn með súrmetinu, en nýtur sín einnig vel einn og óstuddur.
Hrekkur ( Seasonal )
Festbier // Released in October 2021.
Sprengigígurinn Hrekkur gerði ekki boð á undan sér. Hann myndaðist í Öskjugosinu 1961 af svo miklum krafti að jarðfræðingar á svæðinu áttu fótum fjör að launa.
Bjórinn Hrekkur er sömu eiginleikum gæddur - að geta komið jafnvel reyndustu sérfræðingum á óvart. Hann er bruggaður í þýskum bjórhátíðarstíl og er því bragðmikill, án þess þó að glata léttleikanum.