March 24, 2022

Frisbígolf í Hveragerði & Ölverk

Hvað á að gera um helgina?

Frisbígolf og pizza í Hveragerði.
Við á Ölverk höfum mjög gaman að Frisbee folfi / golfi og finnst okkur fátt skemmtilegra en að prófa nýja velli hér og þar um landið og njóta um leið alls þess sem í boði er í hverju bæjarfélagi fyrir sig.

 

Langaði okkar með þessum pósti að kynna fyrir ykkur uppskrift að hinum fullkomna eftirmiðdegi í Hveragerði en hér í bænum, nánar tiltekið undir Hamrinum, er frábær 10 brauta frisbí-golfvöllur sem var settur upp sumarið 2020 á Skógræktarsvæðinu af Frisbígolfklúbbi Hveragerðisbæjar. 

 

Fyrsti teigur vallarins er staðsettur neðst í hlíðinni við grillhúsið og hópaaðstöðuna sem þar er að finna.

 

Það að spila einn hring tekur um 40 til 60 mínútur en frisbígolf er holl og skemmtilega afþreyingu sem hentar öllum aldri og kynjum. 
 
Það er svo fátt betra eftir skemmtilega útivist, og jafnvel sundsprett í Laugarskarði, en að koma með hópnum hingað á Ölverk í áframhaldandi gaman, pizzu og drykki af öllu tagi. Sannarlega geggjaður hópeflisdagur!

 

Firebaked restaurant pizza at Ölverk Hveragerði.

 

Eigið þið ekki frisbídiska? Engar áhyggjur, það er auðvitað hægt er að leigja frisbídiska hér á Ölverk fyrir 500,-  stykkið en við erum einnig með til sölu hjá okkur sérstaka diskapakka á 5500,-
Glataður leigudiskur? Ef leigudiskurinn týnist þá þarf að greiða 1000,- gjald, sem rennur til Skógræktarfélags Hveragerðisbæjar #treehungers

 

Góða skemmtun og velkomin í Hveragerði!